Ragnar Bragi snýr aftur til Fylkis

Ragnar Bragi Sveinsson og Geoffrey Castillion á góðri stundu með …
Ragnar Bragi Sveinsson og Geoffrey Castillion á góðri stundu með Víkingum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Bragi Sveinsson er genginn í raðir 1. deildarliðs Fylkis á ný, en hann yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil og gekk í raðir Víkings R. Hann hefur nú verið lánaður til baka.

Miðillinn 433.is greinir frá þessu í kvöld, en Ragnar Bragi hefur komið við sögu í 10 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar og skorað í þeim eitt mark. Hann kemur til Fylkis sem situr í efsta sæti 1. deildarinnar.

Ragn­ar Bragi er fædd­ur árið 1994 og leik­ur sem kant­maður en hann er upp­al­inn í Fylki. Hann fór frá fé­lag­inu til þýska fé­lags­ins Kaisers­lautern árið 2011 og lék þar í þrjú ár áður en hann kom aft­ur heim í Árbæ­inn.

Hann á að baki 54 leiki með Fylki í efstu deild og hef­ur skorað 4 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka