Steindautt jafntefli á Akureyri

Gunnar Örvar Stefánsson, Þórsari, reynir hjólhestaspyrnu í leiknum gegn ÍR …
Gunnar Örvar Stefánsson, Þórsari, reynir hjólhestaspyrnu í leiknum gegn ÍR í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór og ÍR mættust í 16. umferð Inkasso-deildar karla í leik sem lauk nú rétt áðan með 0:0 jafntefli.

Fyrri hálfleikur var afar rólegur og fengu bæði lið fá færi í upphafi. Þórsarar komust betur inn í leikinn þegar leið á og fengu nokkur færi til þess að komast yfir. ÍR-ingar komust síðan aftur inn í leikinn þegar leið á og var staðan 0:0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var jafnvel enn rólegri enn sá fyrri. Báðum liðum gekk afar illa að halda boltanum á löngum köflum. Eins og í þeim fyrri voru það heimamenn í Þór sem fengu betri færi en hvorugt náði liðið að koma boltanum í markið í seinni hálfleik.

0:0 jafntefli var því niðurstaðan á Þórsvelli. Eftir leikinn er Þór í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig en ÍR er því tíunda með 13 stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Þór 0:0 ÍR opna loka
90. mín. Þór fær hornspyrnu Skot frá Sigurði Marinó fer af varnarmanni og aftur fyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert