Fjórir reknir út af í gær

Erlendur Eiríksson lyfti rauða spjaldinu tvívegis í gær.
Erlendur Eiríksson lyfti rauða spjaldinu tvívegis í gær. mbl.is/Eva Björk

Mikið gekk á í leikjum gærkvöldsins í Pepsí-deild karla í knattspyrnu og höfðu dómararnir í leikjunum fjórum í nægu að snúast. Rauða spjaldið fór fjórum sinnum á loft í þremur leikjum.

Á Akureyri rak Erlendur Eiríksson þá Aleksandar Trninic úr KA og Hólmbert Aron Friðjónsson úr Stjörnunni af velli. Trninic fékk beint rautt en Hólmbert tvívegis gula spjaldið.

Í Grindavík rak Þóroddur Hjaltalín Grindvíkinginn Juan Manuel Ortiz út af, en hann fékk gula spjaldið tvívegis.

Í Smáranum rak Guðmundur Ársæll Guðmundsson Blikann Kristin Jónsson út af. Fékk hann gula spjaldið tvívegis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert