Bauð hættunni heim

Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV
Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Ég átti von á að leikurinn myndi spilast svona í fyrri hálfleik og í raun seinni hálfleikurinn líka þegar þeir náðu upp því sem þeir eru góðir í, að þruma boltanum fram og vinna í kringum Garðar enda bauð það hættunni heim í seinni hálfleik,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir 1:0 sigur á ÍA í fallslag á Akranesi í dag þegar leikið var í 16. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deild.

„Við segjum að við höfum spilað þrjá bikarúrslitaleiki í röð og næstu leikir verða það líka en við áttum lélegan leik síðast. Ég er ekki sammála því að það hafi verið út af bikarúrslitaleiknum því við áttum þá rólegan dag og fengum of fá færi en við náðum að kreista út þrjú stig hér í dag.   Það er það sem skiptir máli. Við þurfum nú að klifra upp töfluna, við erum enn í fallsæti og verðum að sækja stig, hvert telur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert