Berglind til Ítalíu - ekki með í lokaumferðinni

Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin í raðir Verona á Ítalíu í efstu deild þar í landi á láni frá Breiðablik. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Blika í dag.

Berglind verður lögleg með Verona í októberbyrjun en snýr aftur til Blika fyrir næsta tímabil.

„Ég er mjög spennt. Loksins er maður titlaður sem atvinnumaður, það er eitthvað sem manni er búinn að dreyma um síðan maður byrjaði í fótbolta,“ sagði Berglind Björg við Vísi í dag en hún mun ekki leika með Blikum í lokaumferðinni þar sem liðið á möguleika á að verða Íslandsmeistari.

Berglind Björg er önnur knattspyrnukonan sem fer úr úrvalsdeild kvenna til Ítalíu en Stjörnukonan Sigrún Ella Einarsdóttir gekk í raðir Fiorentina frá Stjörnunni í ágústmánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert