Íslendingarnir hafa spilað lengi saman

Mircea Lucescu.
Mircea Lucescu. AFP

Rúmeninn Mircea Lucescu landsliðsþjálfari Tyrkja er bjartsýnn á sínir menn nái að vinna Íslendinga þegar þjóðirnar eigast við í undankeppni HM í knattspyrnu annað kvöld.

„Það vita allir um mikilvægi leiksins, fyrir okkur, Króatíu, Úkraínu og Íslendinga. Þessi fjögur lið eiga öll möguleika á að komast á HM. Tyrkland og Ísland hafa bæði á að skipa góðum liðum og það er mikið í húfi fyrir bæði lið í þessum leik.

Leikmenn Íslands hafa spilað lengi saman sem er kostur. Þeir eru líkamlega sterkir og liðið spilar mikið með löngum sendingum. Þetta verður því erfiður leikur. Við spiluðum vel á móti Króatíu í síðasta mánuði og vonandi getum við endurtekið sömu frammistöðu á morgun. Við viljum sanna fyrir okkur að við séum með betra lið en Ísland,“ sagði Lucescu á fréttamannafundi á Esk­isehir leikvanginum glæsilega í dag en þar mætast Tyrkir og Íslendingar annað í kvöld í ákaflega þýðingarmiklum leik.

Lucescu er ekki sáttur við að hafa verið úrskurðaður í eins leiks bann og hann getur því ekki stjórnað liðinu sínu af varamannabekknum annað kvöld.

„Það mátti alveg búast við þessu en ég hélt að ég yrði kallaður fyrir aganefndina þar sem ég hefði tækifæri til að útskýra mína hlið. Ég verðskuldaði ekki að fá þetta bann.“

<br/><br/>

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert