Ótrúlegt og stórkostlegt afrek

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Ljósmynd/heimasíða bandaríska knattspyrnusambandsins

Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna í knattspyrnu, segist stoltur af íslenska landsliðinu sem í gær tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Aron, sem er 26 ára gamall, valdi fyrir nokkrum árum að spila fyrir Bandaríkin þar sem hann er fæddur. Hann hafði skömmu áður verið valinn í íslenska A-landsliðið en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Áður hafði hann spilað 10 leiki með U21 ára landsliði Íslands. Árið 2013 fékk hann fyrst tækifæri með bandaríska landsliðinu og hefur hann spilað 19 leiki með því og skorað í þeim 4 mörk.

Aron skrifar eftirfarandi á Instagram-síðu sína:

„Sú stund sem ég spilaði á heimsmeistaramótinu í Brasilíu er sú besta á ferlinum til þessa. Að vera hluti af að bandaríska liðinu á þeirri ferð var draumur sem rættist. Ég er mjög stoltur af íslenska landsliðinu og þetta er ótrúlegt og stórkostlegt afrek hjá því.

Margir af vinum mínum spila með landsliðinu og ég er svo glaður og ánægður að þeir skyldu hafa náð þessu. Þeir verðskulda svo sannarlega að fara til Rússlands 2018. Ef allt fer vel þá mætum við hvorir öðrum í Rússlandi. Koma svo Bandaríkin!!! Áfram Ísland!!!

 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BaFKx_vjzXz/" target="_blank">The moment I played at the World Cup in Brasil was the best moment of my career so far. To be a part of the journey with the US team was truly a dream come true ! I am very proud of the Icelandic national team – it is an incredible and magnificent achievement. Many of my friends play for the Icelandic national team and I am so glad and happy for their accomplishment – they truly deserve to go to Russia 2018. If all goes well we will meet each other in Russia. Let’s go USA !!! Áfram Ísland !!!</a>

A post shared by Aron Johannsson (@aronjo) on Oct 10, 2017 at 1:22pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert