Kristján áfram með ÍBV

Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Knattspyrnudeild ÍBV sendi frá sér tilkynningu í kvöld þess efnis að Kristján Guðmundsson verði áfram þjálfari karlaliðsins þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Kristján skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV fyrir sumarið. ÍBV varð bikarmeistari undir hans stjórn eftir sigur á FH í bikarúrslitum. Eyjamenn voru hins vegar í fallbaráttu í Pepsi-deildinni og héldu sæti sínu í deildinni með sigri á KA í síðustu umferðinni. 

Tilkynningu ÍBV má sjá hér að neðan: 

ÍBV er stórhuga fyrir næsta tímabil og ætlar að byggja upp samkeppnishæft lið til að keppa á toppi deildarinnar á nýjan leik. ÍBV vill jafnframt koma því til skila að Kristján Guðmundsson er þjálfari liðsins og verður það áfram, þrátt fyrir sögusagnir og getgátur um annað. Kristján skrifaði undir 3 ára samning fyrir ári síðan og skilaði klúbbnum sínum fyrsta titli í 19 ár á sínu fyrsta ári með félagið.

Fulla ferð áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert