Byrjunarliðið gegn Spáni - Fyrsti leikur Mikaels

Albert Guðmundsson er fyrirliði U21-landsliðsins.
Albert Guðmundsson er fyrirliði U21-landsliðsins. mbl.is/Golli

Eyjólfur Sverrisson hefur valið byrjunarlið íslenska U21-landsliðsins sem mætir Spánverjum í undankeppni EM í Murcia kl. 18.30.

Ein breyting er á byrjunarliðinu frá síðasta leik, markalausu jafntefli við Albaníu á útivelli, en Samúel Kári FriðjónsSon tekur út leikbann og Mikael Anderson kemur inn í liðið í hans stað. Þetta er fyrsti leikur Mikaels fyrir U21-landslið Íslands. Ásgeir Sigurgeirsson kom inná gegn Albaníu en fékk rauða spjaldið og tekur í kvöld út fyrri leikinn í tveggja leikja banni.

Mikael er 19 ára gamall og hefur leikið með U17-landsliði Íslands, en einnig með U19-landsliði Danmerkur. Þetta er fyrsti U21-leikur hans. Hann hefur leikið í Danmörku allan sinn feril og er leikmaður Midtjylland, en er á láni hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni.

Ísland hefur leikið þrjá leiki í undankeppninni og er með fjögur stig en Spánn hefur unnið báða leiki sína og er því með sex stig.

Mark: Sindri Kristinn Ólafsson.

Vörn: Alfons Sampsted, Hans Viktor Guðmundsson, Axel Óskar Andrésson, Felix Örn Friðriksson.

Miðja: Mikael Anderson, Viktor Karl Einarsson, Júlíus Magnússon.

Sókn: Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson.

VaramennAron Snær Friðriksson, Ari Leifsson, Aron Már Brynjarsson, Orri Sveinn Stefánsson, Grétar Snær Gunnarsson, Óttar Magnús Karlsson, Marinó Axel Helgason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert