Erfiður leikur bíður strákanna í kvöld

Albert Guðmundsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, með boltann í leiknum …
Albert Guðmundsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, með boltann í leiknum gegn Albönum á Víkingsvellinum í september. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Erfiður leikur bíður U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu í kvöld en þá mætir það Spánverjum í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Murcia.

Þetta verður fjórði leikur íslenska liðsins í riðlinum. Það tapaði fyrsta leiknum á heimavelli gegn Albönum, 3:2. Í öðrum leiknum fögnuðu íslensku strákarnir 2:0 útisigri gegn Slóvökum og gerðu svo markalaust jafntefli á útivelli gegn Albönum.

Spánverjar hafa unnið báða leiki sína. Þeir lögðu Eista á útivelli, 1:0, og Slóvaka á útivelli, 4:1.

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Vålerenga, tekur út leikbann í kvöld en hann verður klár í slaginn á þriðjudaginn þegar Íslendingar sækja Eista heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert