Montejo fer norður

Álvaro Montejo í leik með ÍBV í sumar.
Álvaro Montejo í leik með ÍBV í sumar. mbl.is/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Spænski knattspyrnumaðurinn Álvaro Montejo, sem hefur leikið undanfarin ár hér á landi, síðast með Eyjamönnum, hefur samið við Þórsara á Akureyri um að leika með þeim í 1. deldinni á næsta ári.

Montejo, sem verður 26 ára í desember, er sóknarmaður sem lék fyrst með Hugin á Seyðisfirði, síðan með Fylki í úrvalsdeildinni seinni hluta tímabilsins 2016 og svo allt síðasta tímabil með ÍBV. Hann á að baki 22 leiki í úrvalsdeildinni og gerði í þeim 3 mörk. Hann skoraði 17 mörk í 22 leikjum fyrir Hugin í 2. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert