Íslendingar á meðal svartra fola

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. mbl.is/Golli

Eurosport nefnir Ísland til sögunnar sem eitt fimm liða sem fjölmiðillinn telur að geti komið á óvart á HM í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar og hrist verulega upp í keppninni. 

Í innslaginu er talað um „dark horses“ sem á enskri tungu er tilvísun í veðreiðar og veðmál tengd þeim. Þar er einfaldlega átt við einhvern sem getur komið á óvart í keppni. 

Ásamt Íslandi eru Rússland, Perú, Nígería og England nefnd til sögunnar. 

Rökstuðningurinn sem fylgir er ekki ýkja mikill en bent er á að Ísland sé í 21. sæti FIFA-listans en stuðull hjá veðbönkum á að Ísland vinni HM sé um það bil 200 á móti 1. 

Rifjað er upp að Ísland sé fámennasta þjóð sem hafi komist í lokakeppnina frá upphafi og hafi unnið riðil þar sem einnig voru Króatía og Úkraína. Þá er talað um víkingaklappið sem leynivopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert