Yfirburðasigur Guðna á Geir

Guðni Bergsson fagnar sigri í dag.
Guðni Bergsson fagnar sigri í dag. mbl.is/Hari

Guðni Bergsson var endurkjörinn formaður KSÍ á 73. ársþingi sambandsins í dag, en það var haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Hann hafði betur gegn heiðursformanninum, Geir Þorsteinssyni, með nokkrum yfirburðum.

Aðildarfélög innan KSÍ eru með kosningarétt og fékk Guðni 119 af 147 mögulegum atkvæðum á meðan Geir fékk 26 atkvæði. Tveir aðilar skiluðu auðu. Guðni tók við af Geir fyrir tveimur árum, en þar á undan var Geir formaður í tíu ár.

„Mér líður vel. Ég er fullur auðmýktar, ánægju og stolts yfir að fá umboðið til næstu tveggja ára. Þetta er líka léttir því svona barátta tekur á. Ég er að fara að vinna með frábærri stjórn, starfsfólki og frábærri knattspyrnuhreyfingu," sagði Guðni í samtali við mbl.is eftir að úrslitin lágu fyrir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert