Lokahópurinn gæti tekið breytingum

Frá æfingu U21-árs landsliðsins í október á síðasta ári.
Frá æfingu U21-árs landsliðsins í október á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokahópur íslenska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu fyrir lokakeppni EM 2021 sem hefst 25. mars í Ungverjalandi gæti tekið einhverjum breytingum áður en mótið hefst.

Þetta staðfesti Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við 433.is í dag.

Lokahópurinn birtist óvænt á heimasíðu UEFA í morgun en til stóð að kynna lokahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudaginn kemur.

„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla,“ sagði Davíð Snorri í samtali við 433.is.

„Þetta er í raun það eina sem ég get sagt, við kynnum lokahópinn á fimmtudag og það gætu orðið breytingar á þeim hópi sem er þarnam,“ bætti Davíð Snorri við.

Það verður að teljast afar ólíklegt að stórar breytingar verði gerðar á hópnum fyrir fimmtudaginn en þar sem Al­fons Samp­sted og Arn­ór Sig­urðsson eru hvorugir í hópnum má reikna með því að þeir verði með A-landsliðinu sem hefur leik í undankeppni HM á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert