Ætlar ekki að hætta og verður ekki vikið frá störfum

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/Golli

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, tilkynnti í gær að hún muni ekki láta af störfum. Sömuleiðis mun stjórn KSÍ ekki víkja henni frá störfum.

„Stjórnin hefur vald til þess að víkja fólki frá störfum en mun ekki fara út í það. Það er mikilvægt að framkvæmdastjórinn fái sanngjarna umfjöllun um sín störf,“ sagði Gísli Gíslason, annar varaformanna KSÍ sem sinnir nú skyldum formanns eftir að Guðni Bergsson sagði af sér á sunnudag, í samtali við Vísi.

Í samtali við RÚV í gær sagðist Klara ekki ætla að víkja frá störfum, hún væri ráðinn starfsmaður KSÍ og hafi verið í 27 ár. Stjórn KSÍ ákvað í gær að boða til auka ársþings eftir fjórar vikur, þar sem ný bráðabirgðastjórn verður kosin.

Fram að því situr núverandi stjórn og getur hún vikið Klöru úr starfi, en kallað hefur verið eftir því úr hinum ýmsu áttum að hún segi af sér líkt og Guðni gerði eða verði vikið úr starfi fyrir sinn þátt í þeirri þöggunarmenningu og gerendameðvirkni sem hefur verið við lýði innan sambandsins í tengslum við ofbeldi af hálfu karlkyns landsliðsmanna í garð kvenna um langt árabil.

Í samtalinu við Vísi var Gísli svo spurður að því hvort Klara njóti trausts stjórnar KSÍ. Hann svaraði því til:

„Hún hefur staðið sig vel í öllum sínum verkum fyrir sambandið en þetta mál varpar þó skugga á hennar störf. Við erum aftur á móti ekki að fara að taka hennar mál til umfjöllunar.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert