Vanda formlega tekin við sem formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vanda Sigurgeirsdóttir er formlega tekin við sem formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Hún tók við embættinu á aukaþingi KSÍ í dag.

Vanda var ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin í embættið. Kjör hennar var samþykkt af þingfulltrúum sem sóttu aukaþingið í dag.

Hún er fyrsta konan sem er kjörin formaður KSÍ í sögu knattspyrnusambandsins og er jafnframt eini kvenkyns formaður knattspyrnusambands á meðal allra 55 aðildarþjóða Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Vanda er kosin til bráðabirgða og mun gefast færi á endurkjöri á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Bjóði hún sig fram á því gefst Vöndu kostur á að vera kosin til tveggja ára.

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, tekur til máls á aukaþinginu …
Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, tekur til máls á aukaþinginu í dag. Gunnar Egill Daníelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert