Åge átti erfitt samtal við Rúnar

Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í landsliðshópnum.
Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á lokamóti EM í fótbolta. Sigurliðið næstkomandi fimmtudag mætir Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á lokamóti EM.

„Hann er ekki að spila. Hann spilaði ekki hjá Cardiff og hann er ekki að spila hjá FCK. Vonandi fær hann að spila hjá FCK þegar Grabara fer til Þýskalands,“ sagði Åge Hareide landsliðsþjálfari um ákvörðunina að velja ekki Rúnar í hópinn.

„Við erum heppnir að hafa fjóra góða markverði. Hann var svekktur. Þetta eru verstu símtölin. Rúnar hefur verið í hópnum og átti skilið að fá að vita af þessari ákvörðun. Það er leiðinlegt að gera fólk sorgmætt. Vonandi skilur hann þessa ákvörðun,“ bætti Norðmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert