Fjalla um launakröfur Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson samdi við Val í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson samdi við Val í gær. Ljósmynd/Valur

Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins í fótbolta, samdi í gær við Val til tveggja ára.

Viðskiptablaðið greinir frá í dag að launakröfur Gylfa hafi verið tvær milljónir á mánuði. Ekki er þó víst að Valur hafi samþykkt launakröfur Gylfa, eða hvort samningurinn hafi hljóðað öðruvísi.

Víkingur úr Reykjavík og KR fengu einnig tækifæri til að ræða við Gylfa, en að lokum samdi hann við Hlíðarenda félagið. 

Gylfi þénaði um 850 milljónir á ári þegar hann lék með Everton á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert