Sama um ummæli landsliðsþjálfara Íslands

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Ljósmynd/Alex Nicodim

Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísrael í fótbolta, var spurður út í ummæli Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi ísraelska liðsins í dag.

Hareide sagði í viðtali við Vísi á dögunum að honum þætti óþægilegt að mæta Ísrael vegna stríðsátakanna á Gasasvæðinu.

Hazan hafði ekki mikinn áhuga á að tjá sig um ummæli norska þjálfarans á fundinum.

„Ég las þetta og ég hef engan áhuga á þessu. Ég þarf ekki að svara þessu því mér er sama,“ sagði hann samkvæmt Israel Hayom. 

Ísland og Ísrael mætast í undanúrslitum umspils um sæti á lokamóti EM karla í sumar á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert