Vorkenni honum stundum í landsliðsverkefnum

Willum Þór Willumsson í baráttunni gegn Ísrael.
Willum Þór Willumsson í baráttunni gegn Ísrael. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Ég vorkenni Willum Þór stundum í þessum landsliðsverkefnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, gerði meðal annars upp landsleik Íslands og Ísraels í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland fagnaði stórsigri, 4:1, í Búdapest á fimmtudaginn, ásamt því að spá í spilin fyrir komandi úrslitaleik gegn Úkraínu í Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn.

Ótrúlega hæfileikaríkur

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Íslands gegn Ísrael en var skipt af velli í hálfleik eftir að hafa byrjað inn á í stöðu hægri kantmanns.

„Hann er ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem er að spila mjög vel með sínu félagsliði,“ sagði Arnar.

„Hann er mikið út úr stöðu með landsliðinu þegar hann er að spila á kantinum og ég myndi vilja sjá hann meira á miðsvæðinu, með sinn líkamlega styrk og þá tækni sem hann býr yfir.

Hann gæti nýst okkur vel gegn Úkraínu og mér finnst hann sinna mjög óeigingjörnu starfi innan landsliðsins,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert