Albert þakkar fyrir stuðninginn

Albert Guðmundsson fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu í gærkvöldi. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson, sóknarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tjáð sig stuttlega eftir vonbrigðin sem fylgdu því að tapa 2:1 fyrir Úkraínu í úrslitaleik umspils um laust sæti á EM 2024 í gærkvöldi.

„Grátlega nálægt þessu. Takk fyrir allan stuðninginn. Þangað til næst,“ skrifaði Albert á Instagramaðgangi sínum.

Hann skoraði eina mark Íslands í leiknum í gærkvöldi og þrennu í 4:1-sigrinum á Ísrael í undanúrslitum umspilsins á fimmtudagskvöld.

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, meinaði fjölmiðlum að ræða við Albert að leik loknum gegn Ísrael í Búdapest í Ungverjalandi og það sama var uppi á teningnum í Wroclaw í Póllandi í gærkvöldi.

Leikmaður­inn sneri aft­ur í ís­lenska landsliðshóp­inn fyrir nýafstaðið landsliðsverkefni eft­ir fjar­veru í kjöl­far þess að hann var kærður fyr­ir kyn­ferðis­brot. Málið var látið niður falla, en sú ákvörðun hef­ur verið kærð til rík­is­sak­sókn­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert