Spá mbl.is: Fimmta sætið

Þór/KA er spáð fimmta sætinu, því sama og liðið endaði …
Þór/KA er spáð fimmta sætinu, því sama og liðið endaði í á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór/KA frá Akureyri hafn­ar í fimmta sæti Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili, sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Þór/KA fékk 126 stig þegar at­kvæði spá­mann­anna voru lögð sam­an en þar voru gef­in stig frá einu (fyr­ir 10. sætið) upp í tíu (fyr­ir fyrsta sætið). Akureyrarliðið er 23 stigum fyrir ofan Víking og FH sem voru jöfn í sjötta og sjöunda sætinu og ætti samkvæmt því að þurfa að hafa fyrir því að komast í efri hlutann fyrir lokasprett deildarinnar næsta haust.

Þór/KA endaði einmitt í fimmta sætinu í fyrra sem er besti árangur liðsins í fjögur ár en það hafði dottið niður í neðri hluta deildarinnar frá 2020. Þór/KA var hins vegar aldrei neðar en í fjórða sæti í tólf ár í röð, frá 2008 til 2019, og varð Íslandsmeistari árin 2012 og 2017. Þá lék Akureyrarliðið til úrslita í bikarkeppninni árið 2013. Það hefur leikið samfleytt í efstu deild frá árinu 2005.

Þór/KA teflir fram svipuðu liði og í fyrra og lykilatriði fyrir liðið var að halda Söndru Maríu Jessen í sínum röðum. Aðalbreytingin er þó sú að þrír erlendir leikmenn hurfu á braut og aðrir þrír eru komnir í staðinn. Þá fór Jakobína Hjörvarsdóttir í Breiðablik. Þór/KA er með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum sem þurfa að taka góð skref fram á við til þess að liðið nái að blanda sér í baráttuna í efsta hluta deildarinnar.

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfar liðið annað árið í röð en hann var áður með það á blómaskeiðinu á árunum 2012 til 2016.

Komn­ar:
Bryndís Eiríksdóttir frá Val (lán - lék með HK 2023)
2.3. Lidija Kul­is frá Split (Króa­tíu)
2.3. Lara Iv­anusa frá Split (Króa­tíu)
3.2. Gabriella Bat­mani frá Macca­bi Kis­hronot (Ísra­el)

Farn­ar:
16.3. Júlía Mar­grét Sveins­dótt­ir í Völsung
24.2. Arna Rut Orra­dótt­ir í Völsung (lán)
21.2. Mel­issa Anne Lowder í Bay FC (Banda­ríkj­un­um)
19.2. Jakobína Hjörv­ars­dótt­ir í Breiðablik
Tahnai Annis
Dominique Randle

Fyrstu leik­ir Þórs/KA:
21.4. Valur - Þór/KA
27.4. FH - Þór/KA
  2.5. Þór/KA - Þróttur R.
  9.5. Víkingur R. - Þór/KA
14.5. Þór/KA - Keflavík

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 Þór/KA 126
6 Vík­ing­ur R. 103
7 FH 103
8 Fylk­ir 47
9 Tinda­stóll 46
10 Kefla­vík 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert