Í forgangi að fá Íslending í þetta starf

Davíð Snorri Jónasson er ný aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.
Davíð Snorri Jónasson er ný aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari ís­lenska karla­landsliðsins í fót­bolta. Hann tekur við starfinu af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem samdi við AB í Danmörku.

KSÍ leitaði ekki langt að aðstoðarmanni, því Davíð þjálfaði U21 árs landsliðið. „Leitin var einföld. Jörundur (Áki Sveinsson) og Toddi (Þorvaldur Örlygsson) ræddu þennan möguleika.

Davíð hefur fylgt þessum leikmönnum í mörg ár og þjálfað U21 landsliðið og það er mikilvægt,“ sagði Åge Hareide landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag.

„Ég naut þess mjög að þjálfa með Jóhannesi, en svo hef ég átt gott samband við Davíð líka. Hann er spenntur að koma inn og það var í forgangi að fá Íslending í þetta starf,“ bætti Norðmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka