Þjóðverjar í undanúrslit eftir 3:2-sigur

Þýskaland leikur í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu eftir 3:2-sigur gegn Portúgal í kvöld. Þýskaland var 2:1 yfir í hálfleik og Michael Ballack kom Þjóðverjum í 3:1 um miðjan síðari hálfleik. Portúgal náði að minnka muninn undir lok leiksins en það dugði ekki til. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Þýskaland mætir sigurliðinu úr viðureign Króatíu og Tyrklands sem eigast við annað kvöld.

Hin fjögur liðin sem eigast við í 8-liða úrslitum eru Holland - Rússland sem leika á laugardag, og Spánn - Ítalía, en sá leikur er á sunnudag. Sigurliðin úr þeim viðureignum leika í hinum undanúrslitaleiknum.

Bein lýsing.

Miðvallarleikmaðurinn Torsten Frings á við smávægileg meiðsli að stríða og var hann á varamannabekknum. Bastian Schweinsteiger er hins vegar í byrjunarliðinu.

Portúgalar gátu hvílt sína sterkustu leikmenn í lokaleik riðlakeppninnar en eru nú  með sama byrjunarlið og lagði Tékka að velli 3:1 fyrir rúmri viku.

Lið Portúgala: Ricardo, Paulo Ferreira, Jose Bosingwa, Pepe, Ricardo Carvalho, Armando Petit, Joao Moutinho, Deco, Cristiano Ronaldo, Nuno Gomes, Simao Sabrosa.

Lið Þýskalands: Jens Lehmann, Arne Friedrich, Per Mertesacker, Christoph Metzelder, Philipp Lahm, Simon Rolfes, Bastian Schweinsteiger, Michael Ballack, Thomas Hitzlsperger, Lukas Podolski, Miroslav Klose.

Myndarlegur stuðningsmaður Portúgals.
Myndarlegur stuðningsmaður Portúgals. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert