EM: Katrín gefur kost á sér áfram

Katrín Jónsdóttir fyrirliði.
Katrín Jónsdóttir fyrirliði. mbl.is/Golli

Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvaða stefnu hún taki þegar þessu keppnisári ljúki en ljóst sé að hún gefi kost á sér í leiki Íslands í undankeppni HM í haust.

„Ég þarf að skoða svo margt og ræða við fjölskylduna, þjálfarann og fleiri, og gera uppvið mig hvort ég hafi áhuga á að halda áfram. En ég hef bara svo gaman af fótboltanum þessa stundina að það yrði ekki auðvelt að fara að draga í land," sagði Katrín við mbl.is eftir leikinn við Þjóðverja í dag.

„Við stóðum vel í þýska liðinu og getum verið stoltar af frammistöðu liðsins í heild. Svo hefðum við með smá heppni getað jafnað, ég hélt að ég hefði skorað með skallanum en því miður var bjargað á línu," sagði Katrín, en engu munaði að hún næði að jafna metin á 79. mínútu þegar þýskur varnarmaður bjargaði naumlega á marklínu eftir skalla fyrirliðans, uppúr hornspyrnu Eddu Garðarsdóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert