Gylfi Þór: Spilað til sigurs

Gylfi Þór Sigurðsson segir að spilað verði til sigurs gegn Svisslendingum en þjóðirnar mætast í úrslitakeppni Evrópumótsins í Álaborg á morgun.

Gylfi vonast til að íslenska liðið fái meira pláss á vallarhelmingi andstæðinganna en það fékk í leiknum á móti Hvít-Rússunum á laugardaginn. 

,,Það eru sex stig eftir í pottinum og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að taka þrjú stig. Þá verður skemmtilegur leikur á móti Dönunum á laugardaginn,“ sagði Gylfi við mbl.is í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert