Eins og fyrsta Tommamót

Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í Annecy.
Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í Annecy. AFP

Landsliðsferill Eiðs Smára Guðjohnsen spannar 20 ár og nú er þessi einn okkar fremsti knattspyrnumaður frá upphafi að hefja lokakaflann á ferli sínum. Sá er ekki af verri endanum. Sjálft Evrópumótið í Frakklandi.

,,Auðvitað er mikil spenna í loftinu og mér fannst gott eins og ég heyrði um daginn að þetta væri svipað eins og að fara á fyrsta Tommamótið í Eyjum. Þá sem lítill polli upplifði maður það svolítið eins og stórmót. Það var eins maður væri einhvers staðar erlendis og allir að fylgjast með manni. Auðvitað er þetta allt miklu stærra. Ég var ekkert svo mikið upptekinn af þessu eftir að við komumst áfram. Það var ekki eitthvað sem hélt mér vakandi en síðan þegar við lögðum af stað og komum hingað eftir síðasta æfingaleikinn heima á Íslandi þá fyrst fékk tilfinninguna: Þú hefðir ekki viljað missa af þessu,“ sagði Eiður Smári en undirritaður settist niður með honum á hinu glæsilega hóteli landsliðsins í Annecy í Frakklandi.

Hlutverk Eiðs Smára með íslenska landsliðinu hefur breyst á síðari árum og nú er ekki lengur reiknað með því að hann sé í byrjunarliðinu en Eiður er „gamli“ maðurinn í hópnum. Hann verður 38 ára í haust. En hvernig tekur hann þessu hlutverki með liðinu?

Sjá viðtalið við Eið í heild sinni í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en þar er ítarlega fjallað um Evrópukeppnina í Frakklandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 1. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 1. MAÍ

Útsláttarkeppnin