„Tapsár? Erfitt líf“

Kári, Ronaldo og Hannes markvörður berjast um boltann í gær.
Kári, Ronaldo og Hannes markvörður berjast um boltann í gær. AFP

Varnarjaxlinn Kári Árnason skaut létt á Cristiano Ronaldo, fyrirliða Portúgals, eftir 1:1 jafntefli þjóðanna á Evrópumótinu í knattspyrnu í gærkvöldi.

„Ronaldo er frábær leikmaður en hann er ekki kurteis manneskja,“ sagði Kári eftir leikinn en Ronaldo var hundfúll og sagði Íslendinga vera smáþjóð sem aldrei myndu vinna neitt.

„Þetta er ástæðan fyrir því að Messi er alltaf skrefi á undan honum,“ bætti Kári við.

„Við náðum næstum því að stela sigrinum þannig að það er mótsögn hjá honum að segja að við höfum ekkert sótt. Auðvitað sköpum við okkur ekki jafnmörg færi og hæfileikaríkt lið Portúgals. Við reynum hins vegar að vinna alla leiki og gerum það á okkar hátt,“ sagði Kári enn fremur en hann gat ekki neitað því að það hafi verið ánægjulegt að lesa ummæli Ronaldos eftir leikinn:

„Við fórum greinilega í taugarnar á honum þannig að það var skemmtilegt að heyra þetta. Það gerir þetta enn sætara að hann sé svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í leiknum – eitt færi en náði ekki að nýta það. Hvað get ég sagt? Tapsár? Erfitt líf.“

Kári deildi einnig færslu á twitter eftir leikinn, sem má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 5. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. MAÍ

Útsláttarkeppnin