Aðeins þrír hlaupið meira en Gylfi

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að hlaupa mest af íslensku landsliðsmönnunum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi.

Í leikjunum þremur gegn Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki hljóp Gylfi samtals 34,551 km og hafa aðeins þrír leikmenn skilað fleiri kílómetrum. Tékkinn Vladimír Darida hefur hlaupið mest allra eða 37,394 km en Tékkar hafa lokið þátttöku á mótinu.

Ítalir hafa hlaupið mest allra á EM eða samtals 337,179 km. Íslendingar eru í 10. sæti á þessum lista en þeir hafa hlaupið samtals 324,766 km.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin