„Gylfi er frábær leikmaður“

Wayne Rooney og samherjar hans í enska landsliðinu á Alllianz …
Wayne Rooney og samherjar hans í enska landsliðinu á Alllianz Riviera í dag þar sem þeir skoðuðu völlinn en æfðu ekki. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Wayne Rooney fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu segist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu en liðin mætast í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í Nice annað kvöld.

„Það er pressa að vinna alla leiki en við vitum að Íslendingarnir eru erfiðir við að eiga. Við höfum fylgst með þeim á mótinu og séð þá gera vel. Við berum virðingu fyrir mótherjunum en við munum einbeita okkur að okkar liði en ekki hvernig Ísland spilar,“ sagði Rooney á fréttamannafundi í Nice í dag.

Rooney var spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson og hann sagði;

„Hann er frábær leikmaður sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og hefur gert það í nokkur ár. Hann er hættulegur sem getur skorað mörk úr föstum leikatriðum og opnum leik. Við þurfum að passa okkur á honum.

Við þurfum að verjast vel og einbeita okkur að því að gera það gegn öllu liðinu. Það er engin ofurstjarna í liði Íslands. Þetta er gott og vinnusamt lið og við virðum það sem það hefur gert á Evrópumótinu,“ sagði Rooney.

Englendingar hafa aðeins skorað þrjú mörk í leikjunum þremur á Evrópumótinu og spurður út í það sagði fyrirliðinn;

„Stundum er fótboltinn þannig að þótt þú sért mikið með boltann þá koma mörkin ekki. Ef maður skoðar hina hliðina þá höfum við verið mun betri en andstæðingurinn í leikjunum og við höldum áfram að skapa færin þá skorum við. Við verðum að færa boltann hratt á milli okkar og nýta færin þegar þau gefast,“ sagði Rooney.

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin