Sjö á hættusvæði

Birkir Bjarnason fagnar marki sínu gegn Portúgal.
Birkir Bjarnason fagnar marki sínu gegn Portúgal. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu eiga það á hættu að fara í leikbann fari svo að þeir fái gult spjald í leiknum á móti Englendingum í Nice annað kvöld og að Ísland komist í 8-liða úrslitin.

Fái Hannes Þór Halldórsson, Birkir Bjarnason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson eða Birkir Sævarsson gult spjald í leiknum á móti Englendingum fara þeir í eins leiks bann og verða ekki með í 8-liða úrslitunum komist íslenska liðið áfram.

Alfreð Finnbogason hefur hins vegar lokið við að afplána sitt leikbann en hann var í banni í leiknum gegn Austurríkismönnum eftir að hafa nælt sér í tvö gul spjöld eftir að hafa komið inná í fyrstu tveimur leikjunum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin