Vonandi þjálfari í tvær vikur enn

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, þakkar stuðningsmönnum liðsins stuðninginn.
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, þakkar stuðningsmönnum liðsins stuðninginn. AFP

„Reynslan hefur kennt mér að það sé heillavænlegra að halda einbeitingu og vera rólegur. Við þurfum að koma leiðbeiningum til skila með skýrum hætti og það er betra að gera það í rólegheitum,“ sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Símann Sport eftir stórkostlegan 2:1-sigur liðsins gegn Englandi í Nice í kvöld.  

„Við náðum að halda skipulagi allan tímann og við sýndum heimsklassaframmistöðu í þessum leik. Nú verð ég þjálfari íslenska liðsins í viku í viðbót og jafnvel tvær vikur. Vonandi náum við síðan að velgja Frökkum undir uggum í næsta leik,“ sagði Lars sposkur á svip.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin