Del Bosque hættur með Spánverja

Vicente Del Bosque er hættur þjálfun spænska landsliðsins í knattspyrnu …
Vicente Del Bosque er hættur þjálfun spænska landsliðsins í knattspyrnu karla. AFP

Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar í knattspyrnu karla síðustu árin, axlaði í morgun sín skinn og sagði starfi sínu lausu. Spænska landsliðið tapaði fyrir ítalska landsliðinu, 2:0, í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gær. 

Del Bosque hefur stýrt spænska landsliðinu í átta ár og undir hans stjórn unnu Spánverjar heimsmeistaratitilinn 2010 og urðu Evrópumeistarar 2012. Luis Aragones var landsliðsþjálfari Spánar þegar landslið þeirra varð Evrópumeistari fjórum árum áður. 

Spænska landsliðið hefur ekki náð sama flugi á undanförnum árum og það náði á fyrstu árum sínum undir stjórn Del Bosque.

Joaquin Caparros, þjálfari Athlétic Bilbao, er talinn líklegur eftirmaður Del Bosque. Einnig hafa Carlos Garrido, Luis Fernandez, Pepe Mel, Roberto Martines og Julen Lopetegui verið nefndir til sögunnar. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin