„Ísland er hvorki arfleifð þín né grafskrift“

Roy Hodgson á leiknum í gær.
Roy Hodgson á leiknum í gær. AFP

Menn hafa keppst við hver á fætur öðrum að ausa fúkyrðum að Roy Hodgson sem sagði upp störfum í gær sem landsliðsþjálfari Englands eftir sögulegan sigur Íslands í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, varði hann hins vegar í dag á blaðamannafundi, en þangað var Roy Hodgson sjálfur einnig kominn.

„Ísland er hvorki arfleifð þín né grafskrift,“ sagði Glenn meðal annars og tók fram að Hodgson hefði sinnt starfi sínum af miklum heilindum og göfuglyndi.

„Það hvernig hann steig til hliðar segir margt um manninn,“ sagði Glenn enn fremur.

Roy Hodgson vissi ekki sjálfur hvað hann var að gera á blaðamannafundinum í dag og taldi að yfirlýsing hans frá því í gær þar sem hann baðst lausnar hefði átt að duga.

„Ég veit ekki hvað ég er að gera hérna þar sem ég hélt að yfirlýsing mín frá því í gær dygði. En mér var sagt af öllum það væri mikilvægt að ég kæmi hingað þar sem ósigurinn svíður ennþá,“ sagði Hodgson.

Hodgson sagði einnig að það væru engar einfaldar skýringar á því hvers vegna fór sem fór þrátt fyrir að fólk vildi fá svör. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin