Fljótasta mark mótsins

Robert Lewandowski skoraði í dag.
Robert Lewandowski skoraði í dag. AFP

Robert Lewandowski, framherji pólska landsliðsins í knattspyrnu, skoraði fljótasta mark mótsins er hann kom Póllandi yfir gegn Portúgal í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld.

Lewandowski var ekki búinn að opna markareikninginn á mótinu fyrir þennan leik en það tók hann aðeins tæplega tvær mínútur að skora eftir góðan undirbúning frá Kamil Grosicki.

Þetta var fljótasta mark mótsins og annað fljótasta markið í sögu Evrópumótsins. Robbie Brady, leikmaður írska landsliðsins, á næst fljótasta markið á Evrópumótinu sem er í gangi núna en hann skoraði úr vítaspyrnu gegn Frökkum í 16-liða úrslitum.

Dimitri Kirichenko á fljótasta markið í sögu EM en það kom á EM 2004. Hann skoraði þá eftir 67 sekúndur.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin