Einn sigur í fimm leikjum gegn Króötum

Íslenska landsliðið á æfingu í Vínarborg í gærkvöld.
Íslenska landsliðið á æfingu í Vínarborg í gærkvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar og Króatar mættust síðast á handboltavellinum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Sviss fyrir fjórum árum. Þjóðirnar áttust við í St.Gallen þar sem Króatar mörðu sigur, 29:28. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson gerðu 8 mörk hvor fyrir íslenska liðið í þeim leik. Leikurinn í dag er sjötta viðureign Íslendinga og Króata. Íslendingar hafa unnið einn leik, Króatar þrjá og einu sinni skildu liðin jöfn.

Ísland fagnaði sigri gegn Króötum 31:30, á heimsbikarmótinu 2004 sem haldið var í Svíþjóð. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk og var markahæstur í íslenska liðinu og Guðjón Valur skoraði 5. 

Á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 höfðu Króatar betur, 34:30, þar sem Ólafur Stefánsson skoraði 8 mörk og Guðjón Valur 7.

Árið 2002 töpuðu Íslendingar fyrir Króötum á æfingamóti, 29:23, þar sem Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson gerðu 4 mörk hver fyrir íslenska liðið.

Þjóðirnar mættust á æfingamóti í Þýskalandi árið 1992 þar sem liðin skildu jöfn, 25:25. Júlíus Jónasson var markahæstur Íslendinga í þeim leik með 7 mörk og Konráð Olavsson skoraði 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert