Andinn er einstakur í liðinu

Róbert Gunnarsson skorar gegn Rússum á Evrópumótinu.
Róbert Gunnarsson skorar gegn Rússum á Evrópumótinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

,,Nú hefst þriðja stigið á mótinu fyrir okkur og það er bara sama dagskipunin hjá okkur. Við verðum að halda áfram að vera dýrvitlausir og spila sem ein heild. Við stöndum og föllum sem einn maður og þannig verður það út mótið,“ sagði línumaðurinn frábæri Róbert Gunnarsson við Morgunblaðið í gær.

Róbert hefur aldrei leikið betur með íslenska landsliðinu en á mótinu í Austurríki og er klárlega kominn í hóp bestu línumanna í heiminum.

,,Mér var í raun alveg sama hvort við fengjum Pólverja eða Frakka í undanúrslitaleiknum. Ég held að það sé alveg eins gott að byrja á Frökkunum,“ sagði Róbert.

Leikurinn í Peking fór í reynslubankann

Hann segir að menn geti dregið ákveðinn lærdóm af leiknum gegn Frökkum um gullið á Ólympíuleikunum. ,,Sá leikur fór í reynslubankann hjá okkur og sem betur fer höfum við fengið nokkra svona stóra leiki undanfarin ár. Frakkar eru sterkir á öllum sviðum. Vörnin þeirra getur verið óvinnandi vígi og markvörðurinn er einn sá besti. Hann er óþolandi góður. Þá hafa þeir gott mannval í sókninni. En við kunnum vel að spila góðan sóknarleik og teljum okkur hafa svör við varnarleik þeirra,“ sagði Róbert.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert