Átti íslenska liðið boltann?

Alexander Petersson
Alexander Petersson Kristinn Ingvarsson

Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar Handknattleikssambands Íslands, segir margumtalaðan varnarleik Alexanders Peterssons undir lok undanúrslitaleiks Íslands og Póllands á sunnudaginn í Vínarborg ekki eingöngu vera dæmi um frábæran varnarleik heldur einnig skýrt dæmi um mjög góða dómgæslu.

Einhverjir dómarar hefðu látið freistast til að sýna Alexander rauða spjaldið og talið hann hafa farið utan í Pólverjann áður en hann náði boltanum. Svo var ekki, Alexander náði boltanum fyrst og síðan rákust hann og Pólverjinn saman. Einnig megi velta fyrir sér hvort íslenska liðið hafi ekki átt að fá aukakast og þar með boltann í framhaldinu.

„Ég hef aldrei séð mann vinna boltann af andstæðingi með þessum hætti í handboltaleik. Einhverjir dómarar hefðu örugglega hlaupið á sig og sýnt Alexander rauða spjaldið,“ segir Guðjón.

Í Morgunblaðinu í dag fer Guðjón yfir dómgæsluna á EM í Austurríki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert