Guðjón Valur markahæstur á EM

Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af átta mörkum sínum gegn …
Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af átta mörkum sínum gegn Noregi í kvöld. mbl.is/Hilmar Þór Guðmundsson

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaðurinn eftir tvær umferðir í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handknattleik í Serbíu, ásamt tveimur öðrum Norðurlandabúum.

Guðjón  Valur hefur skorað 8 mörk í hvorum leik Íslands, 16 mörk samtals, jafnmörg og Norðmaðurinn Erlend Mamelund og Svíinn Nicklas Ekberg.

Aron Pálmarsson kemur næstur í liði Íslands með 10 mörk en hann er í 15.-22. sæti á markalistanum. Á hæla hans koma Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson með 9 mörk hvor en Róbert gerði öll sín mörk í leiknum við Norðmenn í kvöld en ekkert gegn Króötum í fyrsta leiknum.

Þessir eru fjórtán markahæstu leikmennirnir í keppninni:

16 Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi
16 Erlend Mamelund, Noregi
16 Niclas Ekberg, Svíþjóð
15 Gábor Császár, Ungverjalandi
14 Ivan Cupic, Króatíu
14 Filip Jícha, Tékklandi
14 Kiril Lazarov, Makedóníu
13 Dragan Gajic, Slóveníu
12 Momir Ilic, Serbíu
12 Tamás Mocsai, Ungverjalandi
11 Lars Kaufmann, Þýskalandi
11 Blazenko Lackovic, Króatíu
11 Marko Vujin, Serbíu
11 Mikhail Tsjipurin, Rússlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert