Henry tryggði Arsenal sigur

Philippe Senderos og Ryan Giggs í baráttunni á Emirates í …
Philippe Senderos og Ryan Giggs í baráttunni á Emirates í dag. Reuters

Thierry Henry tryggði Arsenal sigur á Manchester United þegar liðin áttust við á Emirates Stadium í dag. Arsenal hafði betur, 2:1, og skoraði Henry sigurmarkið í uppbótartíma með glæsilegu skallamarki. Wayne Rooney kom United yfir á 53. mínútu en Hollendingurinn Robin van Persie jafnaði metin fyrir Arsenal á 81. mínútu.

Þar með hafði Arsenal betur í báðum rimmum liðanna í úrvalsdeildinni en Arsenal hafði betur á Old Trafford, 1:0.

Manchester United hefur 57 stig, Chelsea 51, Liverpool 46 og Arsenal er í fjórða sæti með 45 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert