Curbishley óttast að vera rekinn

Alan Curbishley hefur ekki náð sigri í tíu leikjum í …
Alan Curbishley hefur ekki náð sigri í tíu leikjum í röð. Reuters

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, sagði við enska dagblaðið The Mirror að hann óttaðist að vera sagt upp störfum hjá félaginu í kjölfarið á skellinum gegn Charlton, 4:0, í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eggert Magnússon og stjórn West Ham gáfu út yfirlýsingu eftir tapið þar sem sagt var að starf Curbishleys væri ekki í hættu.

„Þegar lið tapa leikjum þá má búast við því að knattspyrnustjórinn þurfi að taka það á sig. Alan Pardew fór frá félaginu vegna slæmra úrslita. Það sama gæti hent mig, ef þannig fer þá er það vegna slæmra úrslita en leikmennirnir munu halda áfram sínu striki," sagði Curbishley.

West Ham hefur aðeins unnið einn sigur í ellefu leikjum síðan Curbishley tók við stjórn liðsins í desember. Það var í fyrsta leiknum, gegn Manchester United, en síðan hefur liðið ekki unnið leik og situr í næstneðsta sætinu, tíu stigum frá því að komast úr fallsæti þegar tíu umferðum er ólokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert