Blackburn sló Arsenal út

Brett Emerton sækir að Fredrik Ljungberg í leik Blackburn og …
Brett Emerton sækir að Fredrik Ljungberg í leik Blackburn og Arsenal í kvöld. Reuters

Blackburn var að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að leggja Arsenal að velli, 1:0, á heimavelli sínum, Eawood Park. Hetja heimamanna var S-Afríkumaðurinn Benedict McCarthy sem kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum.

Blackburn tekur á móti Manchester City í 8-liða úrslitunum sunnudaginn 11. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert