Ferguson: Hleyptum Chelsea inní baráttuna

Alex Ferguson gengur þungt hugsi af velli eftir jafnteflið í …
Alex Ferguson gengur þungt hugsi af velli eftir jafnteflið í dag. Reuters

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði að með jafnteflinu gegn Middlesbrough á Old Trafford í dag hefði lið sitt opnað dyrnar og hleypt Chelsea inn í baráttuna um enska meistaratitilinn. Fjögur stig skilja liðin að en Chelsea getur nú minnkað forskotið í eitt stig með því að sigra Newcastle á útivelli á morgun.

„Við vissum alltaf að ef við misstigjum okkur, væru þeir það sterkir að þeir myndu saxa á forskotið og nú eigum við erfitt verkefni fyrir höndum. Meiðslin í fyrri hálfleik léku okkur grátt," sagði Ferguson en bæði Rio Ferdinand og Kieran Richardson þurftu að hætta eftir fyrri hálfleikinn í dag.

„En þannig er bara fótboltinn og óheppnin sem getur fylgt honum, og ekkert við því að gera. Við reyndum og reyndum í seinni hálfleik og áttum nokkur ágæt tækifæri en vantaði smá yfirvegun til að nýta þau. Jafnteflið gaf Middlesbrough ástæðu til að draga sig aftar á völlinn og liðið lék sterkan varnarleik í síðari hálfleik. Við erum áfram á toppnum en nú þurfum við að fara erfiðu leiðina," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert