Alex Ferguson: Giggs verður áfram í lykilhlutverki

Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs eftir sigurinn gegn Everton …
Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs eftir sigurinn gegn Everton á dögunum. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United hefur heitið Ryan Giggs því að hann verði áfram stór hlekkur í liði United á næstu leiktíð. Giggs verður krýndur meistari í níunda sinn eftir leik United gegn West Ham á Old Trafford á sunnudaginn og slær þar með met sem hann átti með Alan Hansen og Phil Neal.

Giggs, sem er 33 ára gamall, er aðeins 45 leikjum frá leikjameti Sir Bobby Charlton fyrir Manchester United en Charlton lék 759 leiki fyrir Manchester liðið á sínum ferli.

„Ryan verður með okkur á næstu leiktíð og mun gegna stóru hlutverki. Það er engin spurning um það. Ef maður skoðar frammistöðu hans á tímabilinu þá eru engin teikn á lofti að hann sé að syngja sitt síðasta. Það er einstakt afrek að vinna níu meistaratitla,“ segir Sir Alex Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert