Malouda fer til Chelsea

Florent Malouda er á leið til Chelsea.
Florent Malouda er á leið til Chelsea. AP

Franska íþróttablaðið L'Equipe greinir frá því í dag að Chelsea muni skrifa undir samning við franska landsliðsmanninn Florent Malouda en Lyon og Chelsea hafa að sögn blaðsins náð samkomulagi um kaupverðið sem er talið vera 13,5 milljónir punda, 1,7 milljarðar króna.

Malouda, sem er 27 ára gamall, mun gera fjögurra ára samning við bikarmeistarana en Real Madrid hefur líkt og Chelsea verið á höttunum eftir þessum snjalla leikmanni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert