Ljungberg til West Ham

Svíinn Fredrik Ljungberg hefur ákveðið að ganga til liðs við …
Svíinn Fredrik Ljungberg hefur ákveðið að ganga til liðs við West Ham. AP

Íslendingaliðið West Ham hefur náð samningi við Arsenal um kaup á sænska landsliðsfyrliðanum Fredrik Ljungberg. West Ham hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 13 að íslenskum tíma í dag þar sem Ljungberg verður kynntur til sögunnar. Talið er að kaupverðið sé 3,5 milljónir punda, 430 milljónir króna.

Ljungberg er 30 ára gamall framliggjandi miðjumaður sem Arsenal keypti frá sænska liðinu Halmstad árið 1998 fyrir 3 milljónir punda. Hann lék 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði í þeim 72 mörk.

Ljungberg átti tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og kom aðeins við sögu í 26 leikjum liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert