Hargreaves leikur sinn fyrsta leik fyrir United í kvöld

Owen Hargreaves leikur sinn fyrsta leik fyrir United í kvöld.
Owen Hargreaves leikur sinn fyrsta leik fyrir United í kvöld. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester telur að enski landsliðsmaðurin Owen Hargreaves geti orðið jafn áhrifamikill hjá félaginu eins og Roy Keane, Bryan Robseon og Eric Cantona en Hargreaves, sem gekk til liðs við United í sumar, leikur í kvöld eða á morgun sinn fyrsta leik með Manchester United.

Hargreaves hefur verið að jafna sig eftir hnémeiðsli en hann er allur að koma til og spilar sinn fyrsta leik í kvöld gegn Doncaster, sem og Brasilíumaðurinn Anderson og báðir verða hugsanlega einnig með liðinu á morgun þegar United mætir Peterbrough.

,,Sumir leikmenn eru biðarinnar virði og Owen er einn af þeim," segir Ferguson en aðdragandinn af félagaskiptum miðjumannsins frá Bayern München til United var ansi langur.

,,Hann var besti leikmaður Englendinga á HM í fyrra og hann kemur inn í lið okkar með mikla reynslu, er kraftmikill og fljótur miðjumaður og með tilkomu hans gefur hann mér mikla möguleika."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert