Eiður segist ekki vera á leið til West Ham

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen neitar þeim fregnum að hann sé á leið til West Ham. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn West Ham og ætlar að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu hjá Barcelona.

,,Það eina sem ég hugsa um er að halda kyrru hjá Barcelona og ég er ekkert að hugsa um neitt annað. Ég man þegar ég var hjá Chelsea og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri sagði að þar sem hann hefði Jimmy Floyd Hasselbaink, Adrian Mutu og Hernan Crespo þá yrði ég fjórði í röðinni hvað framherjana varðar. Ég samþykkti það en á endanum spilaði ég marga leiki. Ég veit að maður fær alltaf sitt tækifæri og ég ætla því ekki að gefast upp," segir Eiður við spænska fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert