Jafntefli hjá Liverpool

Steven Gerrard skoraði mark Liverpool gegn Feyenoord.
Steven Gerrard skoraði mark Liverpool gegn Feyenoord. Heimasíða Liverpool

Liverpool og Feyenoord skildu jöfn, 1:1, í lokaleiknum á Rotterdam mótinu sem lauk í Hollandi í kvöld. Porto, sem hafði betur gegn kínverska liðinu Shanghai Shenhua, 3:0, sigraði á mótinu en liðið vann mótið á betri markatölu en Liverpool.

Royston Drenthe kom Feyenoord yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks en Steven Gerrard fyrirliði Liverpool jafnaði metin á 73. mínútu og þar við sat. Liverpool og Porto hlutu bæði 4 stig. Markatala Liverpool var, 3:1, en hjá Porto, 3:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert