Ferguson: Þarf engan fyrir Rooney

Wayne Rooney fær aðhlynningu í leiknum gegn Reading í gær.
Wayne Rooney fær aðhlynningu í leiknum gegn Reading í gær. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé óþarfi að rjúka til og fá nýjan sóknarmann í leikmannahóp félagsins þrátt fyrir að Wayne Rooney hafi meiðst í leiknum við Reading í gær og verði væntanlega frá keppni næstu tvo mánuðina. Hann eigi næga valkosti í framlínu sína á meðan Rooney sé að jafna sig.

Rooney er með sprungu í beini í rist eftir að Michael Duberry, varnarmaður Reading, lenti illa ofan á fæti hans í leiknum á Old Trafford í gær.

„Carlos Tévez er klár í slaginn og Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær eru báðir byrjaðir að æfa. Að Wayne meðtöldum erum við með fjóra sóknarmenn og erum ekki í þeirri stöðu að þurfa að leita að nýjum manni. Ég var hvort eð er að spá í að nota Carlos gegn Portsmouth um næstu helgi og nú verður hann að sjálfsögðu enn frekar inni í myndinni þar," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert